Nú er úti veður vott
Verður allt að klessu
En sumarið verður super gott
sem sést nú best á þessu.
Ný síða komin í gagnið.
Eins og sjá má er komið nýtt útlit á heimasíðuna okkar. Kostnaður við gömlu síðuna var einfaldlega of mikill en þessi kostar ekki nema smá brot af þeirri gömlu. Þetta kemur að sjálfsögðu aðeins niður á gæðum en dugar samt til að koma því efni á framfæri sem við þurfum. Það er ekki búið að fullklára síðuna og kannski finna menn einhverja bögga sumstaðar. Þá er um að gera að láta vita af því til að hægt sé að bregðast við. Í myndaalbúmi er best að fara í Sets til að sjá allar möppur.
Félagar er svo endilega beðnir að senda inn efni og myndir til að halda úti líflegri síðu.
Mótorhjóladekk – hóppöntun
Ef menn hafa áhuga á hóppöntun á dekkum er Jónas Lilliendal að bjóðast til að útvega þau eins og hér kemur á eftir.
Get útvegað mótorhjóladekk fyrir flestar gerðir af mótorhjólum á mjög góðu verði. Því stærri sem pöntunin er því betra verð. Einungis þekktar tegundir eins og AVON, DUNLOP og fleiri. Gott tækifæri fyrir klúbbfélaga að sameinast um pöntun og njóta góðs verðs.
Sem dæmi þá kosta White Wall dekk undir Yamaha Royal Star Venture Stærðir: 150/80 R16 – 150/90 R15 innan við 65.þús. kr,- settið (miðað við síðasta verð – pöntuð voru þrjú sett).
Upplýsingar: jonaslill@istak.is
Umferðarlög líta dagsins ljós
Á vef Sniglanna má sjá grein um umferðarlögin margumtöluðu sem litu ekki vel út í fyrstu en með dugnaði Sniglanna tóks þeim að fá þeim breytt. Sjá hér.